154. löggjafarþing — 74. fundur,  19. feb. 2024.

lögreglulög.

707. mál
[18:08]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég á sæti í hv. allsherjar- og menntamálanefnd ásamt hv. þingmanni og ég vona svo innilega að við getum krufið þetta frumvarp betur þar og komist að sameiginlegri niðurstöðu um mikilvægi þess að auka heimildir lögreglu. Mig langar kannski í kjölfar þessarar ræðu að spyrja: Telur hv. þingmaður að löggæsluyfirvöld á Íslandi þurfi einhverjar auknar heimildir umfram það sem þau hafa í dag, eða telur hv. þingmaður að það kerfi sem við búum við í dag sé bara fullkomið til að takast á við það breytta umhverfi sem við svo sannarlega horfum fram á?